Ísafjarðarbær: undanþágur í verkfalli

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á mánudaginn var lagt fram minnisblað yfir þá starfsmenn sem ekki hafa verkfallsheimild með tilvísun til laga nr. 94/1986 um
kjarasamninga opinberra starfsmanna. Komi til verkfalls verður hægt að kalla til þessa starfsmenn tímabundið til vinnu  til að afstýra neyðarástandi.

Mannauðsstjórinn er ekki  á listanum að þessu sinni vegna athugasemda Fræðagarðs. Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga óskuðu rökstuðnings fyrir því að fjármálastjóri og deildarstjóri launadeildar væru á listanum.
Fljótlega eftir að rökstuðningur var sendur til félagsins, barst svar þar sem ekki voru gerðar
athugasemdir við að þessi störf væru á undanþágulista.

Listinn fer nú í auglýsingu að fenginni staðfestingu bæjarráðs.

I. Listi yfir þau störf sem falla undir 6.-7. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Bæjarstjóri 1 staða
Bæjarritari/sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs 1 staða
Sviðsstjóri velferðarsviðs 1 staða
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs 1 staða
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs 1 staða
Fjármálastjóri 1 staða
Deildarstjóri launadeildar 1 staða
Launafulltrúi 1,5 staða
Forstöðumaður íþróttamannvirkja á Þingeyri 1 staða
Skólastjórar grunnskóla 4 stöður
Aðstoðarskólastjóri 1 staða
Leikskólastjórar 2 stöður
Aðstoðarleikskólastjóri 1 staða
Hafnarstjóri 1 staða
Slökkviliðsstjóri 1 staða
Aðstoðarslökkviliðsstjóri 1 staða
Forstöðumaður safnahúss 1 staða
Umsjónarmaður fasteigna Ísafjarðar 1 staða
Umsjónarmaður eignasjóðs 1 staða

II. Listi yfir þau störf sem falla undir 5. tl. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna. 

Varðstjóri slökkviliðs 1 staða
Forstöðumaður á Hlíf 1 staða
Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Sindragötu og Fjarðarstræti 1 staða
Forstöðumaður sólarhringsþjónustu að Pollgötu 4 og skammtímavistunar 1 staða
Forstöðumaður stuðnings- og stoðþjónustu 1 staða
Hópstjóri heimaþjónustu 1 staða
Starfsmaður á dagdeild aldraðra Ísafirði 1 staða
Starfsmenn sólahringsþjónustu Pollgötu, Fjarðarstræti og Sindragötu Öll stöðugildi. Miðað er við lágmarksmönnun á hverju heimili.
Starfsmenn stuðningsþjónustu Öll stöðugildi. Miðað er við lágmarksmönnun.