Hvalveiðar þjóðhagslega hagkvæmar

Niðurstaða Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er að hvalveiðar eru þjóðhagslega hagkvæmar. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Atvinnuvegaráðuneytið.

Horft var bæði á kostnað og ábata af veiðunum fyrir þjóðarhag.  Meðal annars var stuðst við úttekt Hafrannsóknastofnunar, sem mat fæðuþörf hvala og vægi þeirra í lífríki sjávar hér við land, þar með talin áhrif þeirra á fiskistofna. Þá var einnig athuguð þýðing hvalaskoðunar og áhrif á ferðaþjónustu.

Minni hvalastofn þýðir auknar fiskveiðar

Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunar telja að  að fækkun hvala um 40% gæti leitt til tugmilljarða aukningar í útflutningsverðmæti Íslendinga á loðnu og þorski á ári. Afrán hvala við landið er talið verða 7,6 – 8,2 milljónir tonna af fiski, smokkfiski og ljósátu. Þar af er um 2,8 milljónir tonna af fiski. Það eru einkum langreyður, hrefa og hnúfubakur sem valda þessu.  Þannig er það mat sett fram að 40% minni langreyðarstofn gæti þýtt að útflutningstekjur af fiski myndu aukast um 2,4 milljarða króna á ári.

hvalveiðar hafa ekki skaðað ferðaþjónustuna

Um þetta segir í skýrslunni:

Gögn benda ekki til að hvalveiðar hafi slæm áhrif á íslenskt efnahagslíf. Sér í lagi er ekki að finna marktækar vísbendingar um að hvalveiðar dragi úr ferðum útlendinga hingað að neinu ráði. Umhverfissamtök, sérstaklega Grænfriðungar, löttu fólk til að ferðast til Íslands á meðan Íslendingar veiddu hvali í vísindaskyni á seinni hluta 9. áratugar 20. aldar. En þrátt fyrir mikla herferð gegn Íslandi fjölgaði erlendum ferðamönnum hér um 34% frá 1986 til 1990, fjórum prósentum meira en í Bretlandi á sama tíma. Ekki þarf að rifja upp fjölgun erlendra ferðamanna eftir 2009.

hvalveiðar greiða há laun

Aðeins eitt fyrirtæki stundar hvalveiðar en fjölmörg hvalaskoðun og byggja viðskipti sín einum á erlendum ferðamönnum. Hvalur hf greiddi um 1,1 milljón króna á mánuði  í meðallaun en hvalaskoðunarfyrirtækin um 460 þúsund kr. Laun og launatengd gjöld allra hvalaskoðunarfyrirtækja á Íslandi námu 1.635 milljónum kr. á árinu 2017, en laun og launatengd gjöld Hvals hf. námu 1.034 milljónum króna. Fleiri vinna við hvalaskoðun en hjá Hval hf., en laun starfsmanna Hvals hf. eru mun hærri.

Hagkvæm nýting auðlinda

Í lokaorðum skýrslunnar er komist þessari niðurstöðu:

Með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda og auknum milliríkjavíðskiptum tókst Íslendingum að fara úr því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu og ná lífskjörum sem eru með því besta sem þekkist í veröldinni.
Þegar allt er skoðað virðast hvalveiðar vera hluti af hagkvæmri nýtingu náttúruauðlinda landsmanna. Hvalaskoðun er eðlileg nýting á náttúruauðlindum, engu síður en hvalveiðar.

 

DEILA