Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar er flutt frá ísafirði til Bolungavík. Er það að Hafnargötu 53, þar sem áður var Vélsmiðja Bolungavíkur. Guðmundur Jónsson sagði að opnað hefði verið eftir áramótin í Bolungavík en síðustu tvö árin hefur Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar verið rekið á tveimur stöðum, bæði á Ísafirði og í Bolungavík eftir að það sameinaðist við TD14 sem Jón Guðni Guðmundsson átti. Ástæðan fyrir lokuninni á Ísafirði sagði Guðmundur vera hagræðingu og sagðist hann vera bjartsýnn og að breytingin legðist vel í hann. Á verstæðinu starfa 3-4 menn.