Fyrstu kynni – Grænlendingar á Ísafirði

Í gær var opnuð í Reykjavík sýningin Fyrstu kynni – Grænlendingar á Ísafirði í Veröld, húsi Vigdísar. Fjallað er um heimsókn tæplega 90 Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925. Áður hefur þessari heimsókn verið gerð skil á Ísafirði. Sýningarhöfundur er Sumarliði R. Ísleifsson. Margar ljósmyndir eru sýndar sem teknar voru þá. Það var einkum danski ljósmyndarinn Marinus Simson sem búsettur var á Ísafirði og Thyra Juul, einnig dönsk. Sýndar eru bækur sem tengjast Grænlandi.

Tildrög heimsóknar Grænlendinganna eru þau að inúítar sem bjuggu í grennd við Ammassalik fluttust til Scoresbysunds að áeggjan danskra stjórnvalda og kom fólkið við á Ísafirði á leið sinni, meðal annars til þess að sækja vistir. Þá þurfti að vígja prest til þess að þjóna nýju byggðinni og það var einfaldlega auðveldara að fara til Ísafjarðar til þess en að ferðast mun lengra til annarra byggðarlaga á Grænlandi.

Fjölmenni var við opnunina og mátt þar sjá margan Vestfirðinginn.

Svona var Ísafjörður 1925.
Hér má sjáfyrir miðju Ísfirðinginn Magnús Jóhannesson, fyrrv ráðuneytisstjóra.
Bolvíkingurinn og Ísfirðingurinn Guðmundur Magnús Kristjánsson (Muggi) til vinstri og Ólafur Engilbertsson frá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd til hægri.
Jón Elíasson, Bolvíkingur lét sig ekki vanta.