Bolungavík: vill fiskeldi í Djúpið og auðlindagjöld til sveitarfélaga

Bolungavík. Mynd: vikari.is.

Bæjarráð Bolungavík hélt fyrst fund sinn á nýju árið þann 8. janúar. Þar var meðal annarra mála rætt um  drög að lögum um breytingu á fiskeldislögum og drög að lögum um gjaldtöku af fiskeldi.

Samþykkt var að bæjarráð Bolungarvíkur „leggur áherslu á mikilvægi þess að fiskeldi í Ísafjarðardjúpi hefjist semt fyrst og núverandi áhættumat verði endurmetið við fyrsta tækifæri.
Bæjarráð Bolungarvíkur leggur jafnframt áherslu á að í fiskeldislögum og í lögum um gjaldtöku af fiskeldi komi skýrt fram að auðlindagjöld hvers konar af fiskeldi renni til uppbyggingar í sveitarfélögum á Vestfjörðum.“

Bæjarstjóra var falið að vinna með öðrum sveitarfélgöum á Vestfjörðum að umsögn um áðurnefnd frumvörp.

DEILA