Vesturbyggð: framkvæmdir fyrir 280 milljónir króna á næsta ári.

Í fjárhagsáætlun Vesturbyggðar fyrir 2019 kemur fram að áformaðar eru framkvæmdir fyrir um 280 milljónir króna. Ríkið mun greiða um 130 milljónir króna og eignfært hjá sveitarfélaginu verða 149 milljónir króna.

Lagnsamlega fjárfrekustu framkvæmdirnar eru við höfnina. Annars vegar er endurbygging hafskipabryggjunnar sem verja á 126,3 milljónum króna til. Hlutur ríkisins er 76,4 milljónir kr. Hins vegar er það stórskipahöfn 41,3 milljónir kr. Af þeim kostnaði greiðir ríkið 20 milljónir kr.

Þá eru það ofanflóðavarnir, en til þeirra er varið 40 milljónum króna. Frá ríkinu í gegnum Ofanflóðasjóð koma 36 milljónir króna svo hlutur sveitarfélagsins verður 4 milljónir króna.

Til framkvæmda við Vatneyrarbúð fara 10 milljónir króna og 9,2 milljónir króna vegna Tjarnarbrautar 3. Til gatna á Patreksfirði fara 12,5 milljónir króna og 6,5 milljónir króna á Bíldudal.

Til endurbóta á vatnsveitu á Bíldudal fara 10,5 milljónir króna og 7 milljónir á Patreksfirði.

DEILA