Vestri vann óvæntan 87:83-sigur á Haukum í 16-liða úrslitum Geysisbikars karla í körfubolta í dag. Vestri er sem stendur í fjórða sæti í 1. deild og Haukar eru í níunda sæti Dominos-deildarinnar, sem er efsta deildin. Liðin skiptust á um að hafa betur í einstökum leikhæutum. Haukar unnu fyrsta leikhlutann, Vestri þá tvo næstu og Haukar sigu á í síðasta og fjórða leikhluta en ekki nóg fyrir þá og Vestri stóð uppi sem sigurvegari og fer áfram í keppninni og leikur í 8 liða úrslitum.
Nebojsa Knezevic var atkvæðamestur Vestramanna og skoraði 36 stig,Nemanja Knezevic skoraði 17 stig og Hugi Hallgrímsson 12 stig.