Vestri vann óvænt úrvalsdeildarliðið Hauka

Frá leik Vestra fyrr í haust.

Vestri vann óvænt­an 87:83-sig­ur á Hauk­um í 16-liða úr­slit­um Geys­is­bik­ars karla í körfu­bolta í dag. Vestri er sem stendur í fjórða sæti í 1. deild og Hauk­ar eru í ní­unda sæti Dom­in­os-deild­ar­inn­ar, sem er efsta deildin. Liðin skiptust á um að hafa betur í einstökum leikhæutum. Haukar unnu fyrsta leikhlutann, Vestri þá tvo næstu og Haukar sigu á í síðasta og fjórða leikhluta en ekki nóg fyrir þá og Vestri stóð uppi sem sigurvegari og fer áfram í keppninni og leikur í 8 liða úrslitum.

Ne­bojsa Knezevic var atkvæðamestur Vestramanna og  skoraði 36 stig,Nem­anja Knezevic skoraði 17 stig og Hugi Hallgrímsson 12 stig.

DEILA