Teigsskógsleiðin ódýrust, en Viaplan vill R leiðina

Skýrsla Viaplan um svonefnda valkostagreiningu um vegaleiðir í Gufudalssveit liggur fyrir. Reykhólahreppur fékk fyrirtækið Viaplan til þess að vinna verkið. Það er Lilja G. Karlsdóttir sem vann skýrsluna. Bornir voru saman fjórir kostir, Þ-H leiðin sem Vegagerðin leggur til, jarðgangaleiðin D2 með styttri göngum, R leið Multiconsult og A3 leiðin sem er R leiðin breytt, en Vegagerðin telur R leiðina ekki raunhæfa og gerði breytingar á tillögu Norðmannanna.

Niðurstaða Viaplan er að R leiðin sé vænlegasti kosturinn.

„Niðurstöður valkostagreiningarinnar benda til þess að Reykhólaleið R sé vænlegasti
leiðarvalkosturinn. Þegar á heildina er litið fyrir tæknilega, skipulagslega, umhverfislega og
félagslega þætti sýnir Reykhólaleið R betri niðurstöður en hinir þrír leiðarvalkostirnir. Viaplan telur að það sé þess virði að skoða þá leið nánar ef líkur eru taldar á að leiðin geti skapað meiri sátt í samfélaginu í Reykhólahreppi en hinir leiðarvalkostirnir.“

Kostnaðurinn er lægstur við Þ-H leiðina segir í skýrslunni, tæpum milljarð króna lægri en viðð R leiðina. ástæður þess að engu að síður er lagt til  að velja R leiðina virðist vera samkvæmt myndrænni niðurstöðu valkostagreiningarnnar sú að akstur skólabíls verði minni svo og fyrir almenningssamgöngur og loks að R leiðin er betri fyrir ferðaþjónustu á Reykjanesinu.

 

leið, fjárhæðir í milljónum kr. Vegagerðin Multiconsult Viaplan
R leiðin x 6.890 9.680
A3 leiðin 11.200 x 11.200
Þ-H leiðin 7.300 6.579 8.750
D2 13.300 9.244 14.750

 

Viaolan lýsir málinu svo:

Helsti ágreiningur milli Vegagerðarinnar og Multiconsult um Reykhólaleiðirnar, snýr annars vegar að brúartegund yfir Þorskafjörð og hins vegar því að Vegagerðin telur að ekki sé kleift að nýta núverandi Reykhólasveitarsveitarveg frá Vestfjarðavegi við Skáldstaði að Reykhólum, heldur verði að endurbyggja þann veg að stórum hluta.

Viaplan gagnrýnir Vegagerðina fyrir að meta ekki R leiðina heldur A3 leiðina, sem er R leiðin með breytingum og segir að fyrir vikið verði ógerningur að bera saman útreikninga Vegagerðarinnar og Multiconsult og segir í skýrslunni „Viaplan fær ekki séð hvernig slík vinnubrögð geti verið verkefninu til framdráttar, þar sem ljóst er að mun mikilvægara er á þessu stigi að ná raunhæfum innbyrðis samanburð heldur en að uppfæra verðlag.“ Þá segir Viaplan að ágreiningurinn milli vegagerðarinnar og Multiconsult virðist lúta að mismunandi brúartegundir og „er hér mælst til þess að aðilar setjist niður og nái sáttum um þetta
atriði þar sem verulegur munur er á kostnaðaráætlunum brúargerðarinnar.“

DEILA