Minjastofnun veitti á þessu ári úr húsafriðunarsjóði alls 45 styrki að fjárhæð um 60 milljónir króna.
Hæstu styrkirnir voru Hagakirkju og Aðalstrætis 8 á Ísafirði 4,5 milljónir króna til hvors verkefnis um sig. Til Kaldrananeskirkju var veittur 4 milljón króna styrkur. Faktorshús á ísafirði 3,7 milljónir króna. Endurbætur á Patreksfjarðarkirkju og Bræðraborg á Ísafirði fengu 3 milljónir króna hvort verkefni.