Millitekjurhópar með háskólapróf helst á móti fiskeldi á Vestfjörðum

Nokkuð afgerandi stuðningur er við fiskeldi á Vestfjörðum í flestum hópum þegar svarendur eru greindir eftir kyni, tekjum og menntun.

Konur styðja frekar

Stuðningur karla er 48% og þar er andstaðan 33%. meðal kveðnna er stuðningurinn 44% en á móti er andstaðan minni eða 27%. Þannig að munurinn meðal kvenna er 17% fiskeldinu í vil og 15% hjá körlum. Niðurstaðan er því að meiri stuðningur er meðal kvenna en karla við fiskeldið, en hjá báðum hópum er yfirgnæfandi stuðningur.

millitekjuhópar helst á móti

Þegar afstaðan er flokkuð eftir tekjum kemur í ljós að tekjur virðast hafa áhrif á afstöðuna a.m.k. að einhverju marki. Stuðningur er nokkuð stöðugur 53-54% við fiskeldið hjá þeim sem hafa lægri fjölskyldutekjur en 800 þúsund krónur á mánuði. Á næsta tekjubili 800 þús kr. – 1 milljón kr. á mánuði lækkar stuðningurinn verulega og er 41%. Andstæðingar fiskeldis eru samt mun færri en 27%. Á tekjubilinu 1 mkr til 1.250 þús kr. í fjölskyldutekjur er stuðningurinn kominn niður í 31% og þar eru andstæðingarnir 35%. Þetta er eini tekjuhópurinn sem mælist með fleiri andstæðinga en stuðningsmenn fiskeldis á Vestfjörðum.

Í næstu tekjuhópum frá 1.250 þús kr til 1.500 þús kr og hópnum með meira en 1.500 þús kr í fjölskyldutekjur fer stuðningurinn aftur vaxandi og í báðum hópunum er stuðningurinn meiri en andstaðan. Í eftsa tekjuhópnum er stuðningurinn 46% og andstaðan 36%.

Samandregið má álykta að það séu helst millitekjuhóparnir sem eru með fjölskyldutekjur frá 1.000 þús kr upp í 1.500 þús kr. sem styðja síst fiskeldið á Vestfjörðum en í þeim hópum er stuðningurinn minni en 40%. Í heildina er samt andstaðan minni í þeim hópum en stuðningurinn.  Andstaðan virðist fara vaxandi með auknum tekjum,þótt það sé ekki alveg einhlítt. Athyglisvert er að fjöldi hlutlausra er mestur í þessum tekjuhópum 32% – 34% og virðist vera helst á kostnað stuðnings við fiskeldið. Svo virðist að í þessum tekjuhópum færist hluti af stuðningi við fiskeldið yfir í hlutlausa frekar en yfir í andstæðinga.  Hæst hlutfall á móti, 36%,  mælist meðal þeirra sem hafa fjölskyldutekjur yfir 1,5 milljón króna á mánuði. Í þeim sama hópi er samt stuðningurinn enn meiri eða 46%.

Háskólamenn helst á móti

Þegar svprin eru greind eftir menntun kemur í ljós að stuðningur með þeirra sem hafa grunnskólapróf og framhaldsskólapróf er um 50% og andstaðan 20 – 28%. Þetta virðist breytast með háskólamenntun. Í þeim hópi eru stuðningsmenn 39% og andstæðingar 40%.