Mikil heysala til Noregs

Heyflutningar um Hólmavíkurhöfn.

Í næstu viku kemur millilandaskip til Hólmavíkur og fer fulllestað til Noregs með hey. Samkvæmt heimildum bb.is verða 500 – 600 tonn af flutt með skipinu. Einkum eru það bændur í nágrenninu sem selja hey frá Kollafirði, Tungusveit og Bassastöðum. Hver rúlla er um 1/2 tonn að þyngd og verðið mun vera 7000 – 8000 krónur hver rúlla eftir því sem næst verður komist.

Jón Halldórsson, Hólmavík tók myndirnar í gær.

DEILA