Leiðrétting á grein BB um eldislaxa í Fífustaðadalsá

Mynd úr skýrslu um rannsókn á fiskistofnum í Ketildölum, feb 2017.

BB birti þann 7.desember grein um tvær eldishrygnur sem fundust í Fífustaðadalsá. Í ljósi fjölmargra rangfærsla í greininni er rétt að koma eftirfarandi leiðréttingum á framfæri.

·       Árnar þrjár í Arnarfirði sem um ræðir eru í eigu margra landeigenda, ekki eins.

·       Ari Wendel (ekki Ari Welding) er eigandi 2 jarða sem eiga hlut í Fífustaðadalsá, ekki öðrum ám.

·       Bakkadalsá er nánast eingöngu sjóbirtingsá og því er ekki getið um laxastofn þar.

·       Árnar hafa verið nýttar af landeigendum frá landnámi sér til matar og ánægju. Engar kvaðir hvíla á landeigendum að tilkynna um veiði ef ekki er til staðar veiðifélag um árnar. Þar sem er ekki sagt að í ánum sé ekki veiði eða veiðihlunnindi.

Að lokum má geta þess að nú þegar sjást umtalsverð neikvæð áhrif af nálægu laxeldi á fiskistofna ánna, m.a. lúsasár á fiskum, sleppilaxar og minnkandi göngur sjóbirtinga. Undanfarna 6 mánuði hefur eldið í umræddum kvíum verið stundað í trássi við starfsleyfi Arnarlax þar sem ákvæði um tilskilinn hvíldartíma til að koma í veg fyrir lúsamengun og botnmengun að engu haft. Í næsta nágrenni við umrætt kvíastæði er æðavarp sem er með þeim stærri á Vestfjörðum sem nú er mögulega í hættu vegna þessarar mengandi brotlegu stóriðju.

Virðingarfyllst

Víðir Hólm Guðbjartsson
Grænuhlíð í Bakkadal

DEILA