Ein af helstu fjáröflunum Íþróttafélagsins Ívars undanfarin ár hefur verið sala á jólakortum.
Nú hefur verið tekin sú ákvörðun hjá Íþróttasambandi fatlaðra að útgáfu kortanna verði hætt og verður því ekki gengið í hús eins og gert hefur verið undanfarin ár.
Í tilkynningu frá stjórn íþróttafélagisn Ívar segir að til sé þó nokkur lager af kortum frá því í fyrra og árið áður sem félagið hefði áhuga á að selja í fjáröflunarskyni.
Pakki með 8 kortum kostar kr. 1.500.
Ef áhugi er fyrir hendi að kaupa jólakort til styrktar félaginu þá endilega hafið samband við:
Hörpu Björnsdóttur, 863-1618, gek@snerpa.is eða
Jenný Hólmsteinsdóttir, 892-8807, jenny@simnet.is