Ísafjörður: fasteignamat hækkar um 52% á 5 árum

Í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir 2019 kemur fram að fasteignamat í sveitarfélaginu hefur á síðustu 5 árum hækkað um 52%. Almenn verðlagshækkun á sama tíma er um 11%.Fasteignaverðið hefur því hækkað fimmfalt meira en nemur verðbólgunni. Þessi þróun kemur fram í tekjum sveitarfélagsins af fasteignagjöldum. þrátt fyrir að álagningarstuðlar hafi verið óbreyttir á þessum árum hafa tekjur bæjarins af fasteignafjöldum hækkað um 36% á fjórum árum frá 2015 til áætlunar fyrir 2019. Tekjurnar hafa hækkað úr 480 milljónum króna upp í 651 milljón krónur. Þegar litið er sérstaklega á fasteignaskattinn þá hefur hann hækkað heldur meira en fasteignagjöldin í heild. Tekjur af fasteignaskatti voru 240 milljónir króna árið 2015 en eru áætlaðar 331 milljón króna á næsta ári. Hækkunin er 38%. Hluti af aukningunni er vegna stækkunar fasteignastofnsins, það er nýrra húsa sem hafa verð byggð á þessum 4 árum, en þau er ekki verulegur hluti.

 

DEILA