Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók fyrir á fundi sínum á mánudaginn tillögur starfshóps um innanlandsflug. Samþykkt var leggja til við bæjarstjórn að fagna tillögunum:
„Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir með bæjarstjórn Vestmannaeyja og fagnar niðurstöðu starfshóps samgönguráðherra sem leggur m.a. til að teknar verði upp 50% niðurgreiðslur fyrir íbúa landsbyggðanna á tilteknum fjölda ferða og að framtíðarstaðsetning innanlandsflugs verði áfram í Vatnsmýrinni. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar bendir á að niðurstöður starfshópsins eru í fullu samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í sumar.
Það er á grundvelli jafnréttis og sanngirni að slíkum mótvægisaðgerðum sé beitt þegar dreifðari byggðir landsins hafa þurft að þola mikla skerðingu á grunnþjónustu á undanförnum árum.“