Haraldur Benediktsson, alþm.: samkomulag um veggjöld ekki frágengið

Haraldur Benediktsson, alþm og fyrsti þingmaður kjördæmisins var inntur eftir því hvort rétt væri að samkomuag væri orðið milli stjórnarflokkanna um að taka upp veggjöld í öll jarðgöng.

Hann svaraði því til að honum væri ekki kunnugt um að samkomulag væri fullfrágengið  og sagði að það væru margir lausir endar sem þyrfti að hnýta.

En bætti svo við:

„En ég er stuðningsmaður þess að breyta fjármögnun – en ég hef líka sagt að þetta verði að vera í samhengi við breytta skattlagninu á eldsneyti.  Stöðugt fjölgar „nýorku“ bílum. Það er heldur ekki hægt að bíða svo lengi eftir samgönguframkvæmdum eins og núverandi fjármagn stendur undir.  Já ég hef hug á að styðja þetta.“