Flugmiðar hækka um 27% á 5 vikum

Neytendasamtökin fylgjast grannt með þróun á flugmiðaverði nú þegar miklar sviptingar eru á flugmarkaði.  Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að afar erfitt sé að bera saman verð á flugferðum frá einum tíma til annars, annars vegar vegna þess að verð breytist afar hratt og hins vegar vegna þess að illgerlegt er að bera saman samskonar flug. Þar kemur til mismunandi framboð og eftirspurn eftir tímabilum, eldsneytisverð, gengisbreytingar, mismunandi þjónusta og farangursheimildir og margt fleira.

Þá segir: „Að þessum fyrirvörum gerðum er áhugavert að skoða verðþróun undanfarnar vikur. Tekin voru skjáskot af flugmiðaverði til fjögurra algengra áfangastaða Wow og Icelandair, annars vegar 5. nóvember, eða daginn sem tilkynnt var um mögulegan samruna félaganna og hins vegar 14. desember. Í báðum tilfellum var skoðað lægsta mögulega verð fram og til baka, eins og það birtist á vefnum, óháð farangri, fyrir vikulanga dvöl sem hæfist nákvæmlega mánuði síðar. Verð til þessara fjögurra áfangastaða hækkaði um 27% að meðaltali á tímabilinu, Wow um 39% og Icelandair um 17%. Mest hækkaði verð á flugleiðinni til Parísar, eða um 73% hjá Wow og 24% hjá Icelandair. Þá lækka bæði Wow og Icelandair verð á flugleiðinni til London.“

Fram kemur í sundurgreiningu á könnun Neytendasamtakanna að verðið lækkaði lítilsháttar til London hjá báðum flugfélögunum. WOW og Icelandair. Til kaupmannahafnar lækkaði verðið um 6% hjá Icelandair en hækkaði um 26% hjá WOW air. Á báðum .essum flugleiðum bauð WOW air mun lægra verð en Icelandair.  Verð til Parísar var mun dýrara hjá WOW air og hafði hækkað um 266% og 32% hækkun var hjá Icelandair.

Til New York hafði verðið hækkað hjá báðum um 22% hjá WOW og 34% hjá Icelandair. Verðið hjá Icelandair var tvöfalt hærra.

DEILA