Fjölmenni hjá Strandamönnum

Frá aðventuhátíð Átthagafélags Strandamanna.

Kór átthagafélag Strandamanna stóð fyrir aðventuhátíð í Bústaðakirkju á sunnudaginn. Stjórnandi var Ágata Joo. Vilberg Viggósson lék á píanó.  Marta Ragnarsdóttir flutti hugvekju.

Mikið fjölmenni var á hátíðinni og boðið var upp á sérstaklega veglegar veitingar eftir að atriðin voru flutt.  Fer ekki á milli mála að Strandamenn sýna átthögum sínum mikla ræktarsemi og halda vel hópinn syðra. Myndir eru af vef Átthagafélags Strandamanna.

DEILA