Fjarskiptsamband komið til Ingjaldssands

    Ingjaldssandur. Mynd: Regína Hrönn.

    Elísabet Pétursdóttir, Sæbóli á Ingjaldsandi segir að fjarskiptasamband sé orðið ljómandi gott síðan í byrjun október. Nú getur hún séð aftur sjónvarp og hefur gott net- og símasamband.  Elísabet hefur ekki haft sjónvarpssamband í rúm 2 ár eða síðan hætt var að senda sjónvarp úr í örbylgju. Hún segir verða mest því fengin að geta verið aftur í samskiptum við fólk í gegnum netið.

    Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Snerpu hafði frumkvæði að því að sótt var um styrk til Fjarskiptasjóðs til þess að uppfæra örbylgjusambandið sem fyrir var og var orðið lélegt. Fékkst vilyrði fyrir 300 þúsund króna styrk úr sjóðnum. Styrkurinn er greiddur gegnum Ísafjarðarbæ og þarf bærinn að ábyrgjast að hægt verði að flytja viðgerðarmenn ef búnaðurinn bilar og standa straum af þeim kostnaði. Þegar svar Fjarskiptasjóðs lá fyrir biðu Snerpumenn ekki boðanna og fór vestur og settu upp búnaðinn áður en veturinn settist að.

    Þríhliða samningur milli Snerpu, ísafjarðarbæjar og Fjarskiptasjóðs liggur nú fyrir og verður undirritaður þegar bæjarstjórn hefur samþykkt samninginn. Það er fyrirhugað á næsta bæjarstjórnarfundi. Bæjarráð leggur til að bæjarstjórnin samþykki hann.

    DEILA