FÍB : gegn vegtollum

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent frá sér fréttatilkynningu og áréttar afstöðu félagsins til veggjalda, sem það kallar vegtolla. FÍB er á móti þeim. Samtökin segjast óttast að bæta eigi við álögur á bifreiðaeigendur sem þegar nemi 80 milljörðum króna og að þær álögur leggist sérstaklega á þá sem eru á suðvesturhorninu. Framkvæmdastjóri FÍB Runólfur Ólafsson vill frekar að ríkið verji auknum hluta af þeim 80 milljörðum króna, sem þegar eru greiddir til hins opinbera, til vegagerðar.

DEILA