Elmar Atli er góð fyrirmynd

Elmar Atli Garðarson frá knattspyrnudeild Vestra  var í gær valinn íþróttamaður ársins 2018 í Ísafjarðarbæ.

Við afhendinguna flutti formaður íþrótta- og tómstundanefndar Elísabet Samúelsdóttir eftirfarandi rökstuðning fyrir valinu:

Knattspyrnudeild Vestra er stolt að geta tilnefnt Elmar Atla til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar. Hann leggur sig ávallt 100% fram og stundar íþrótt sína af miklu kappi. Hann er góð fyrirmynd yngri íþróttamanna og frábær félagsmaður.
Þau atriði sem verða að koma með í tilnefningu á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar
Elmar Atli Garðarsson hefur æft og spilað knattspyrnu á Ísafirði frá því í yngri flokkum. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Vestra í sumar og spilaði 20 leiki með liðinu í 2. Deild þar sem liðið endaði í 3.sæti eftir harða keppni um sæti í Inkasso-deildinni. Elmar Atli spilaði þá þrjá bikarleiki sem Vestri lék á árinu. Hann leggur sig alltaf 100% fram og er frábær liðsmaður innan sem utan vallar.  Þá er hann góð fyrirmynd ungra leikmanna og er iðinn við að miðla reynslu sinni til þeirra.  Elmar Atli var á haustmánuðum kallaður til reynslu hjá sænska liðinu Helsingsborg þar sem hann æfði í viku.
Elmar Atli er heilbrigður og metnaðarfullur íþróttamaður, sem stundar íþrótt sína af miklu kappi. Hann er góð fyrirmynd yngri iðkenda og annarra félagsmanna.

DEILA