Edinborg: jólatónleikar 20. desember

Edinborgarhúsið og Menningamiðstöðin Edinborg:

Notalegir jólatónleikar í Edinborg þar sem leikin verða hugljúf jólalög. 

Það verður gott að setjast niður við kertaljós og láta stressið sem stundum vill fylgja aðventunni líða úr sér á notalegum jólatónleikum þar sem flutt verða hugljúf jólalög. Setið verður við borð og opinn bar á staðnum. Efnisskráin er fjölbreytt og spannar allt frá lögum eftir Ingibjörgu Þorbergs til Memphismafíunnar. Húsið opnar kl. 20.30 og tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Flytjendur eru:
Dagný Hermannsdóttir –söngur
Guðmundur Hjaltason –bassi, gítar og söngur
Stefán Jónsson –píanó og söngur
Svanhildur Garðarsdóttir –söngur
Gestaspilari: Baldur Páll Hólmgeirsson –Cajon

Þær Dagný og Svanhildur hafa sungið saman til margra ára og hafa flest undanfarin jól verið með jólatónleika þar sem þær hafa fengið til liðs við sig fleiri tónlistarmenn. Gummi Hjalta þarf vart að kynna, hann er víðfrægur á Vestfjörðum og hefur komið víða fram, bæði sem trúbador og með mörgum hljómsveitum. Stefán Jónsson er píanóleikari og söngvari af guðs náð. Hann hefur spilað með mörgum böndum á svæðinu og tekið þátt í ýmsum tónlistarviðburðum.

Jólin heima á Hólmavík 21. desember

Vert er að geta þess að haldnir verða aðrir tónleikar í Hólmavíkurkirkju á föstudagskvöldið.

Hólmavíkurkirkju föstudagskvöldið 21. desember kl. 20.