Samverustund var viðhöfð í Grunnskóla Bolungarvíkur í gærmorgun.
Krakkarnir máluðu krukkur og mynduðu hjartaljós á skólalóðinni.
Allir héldust í hendur, sungu jólalög og sendu hlýar og kærleiksríkar kveðjur til ættinga og vina og allra þeirra sem standa höllum fæti í samfélaginu.