Fjárhagsáætlun Bolungavíkurkaupstaðar fyrir 2019 gerir ráð fyrir að tekjur samtals verði 1.399 milljónir króna. Útgjöld eru ráðgerð 1.307 milljónir króna. Rekstrarafgangur er því 92 milljónir króna. Fjármagnskostnaður er 75 milljónir króna og verða því eftir 17 milljónir króna ef áætlunin gengur eftir.
Stærsti tekjuliðurinn er útsvar 595 milljónir króna. Fasteignaskattur gefur 68 milljónir króna og frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga koma 270 milljónir króna.
Skattstofnar verða óbreyttir hvað álagningarhlutfall varðar. Útsvar verðru 14,52% sem er hámarkið og fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði 0,5%. Gjaldskrár hækka almennt um 3%.
Stærsti útgjaldaliðurinn er laun 651 milljónir króna eða 50% af öllum gjöldum. Þjónustukaup eru áætluð 123 milljónir króna.
Þegar útgjöld eru sundurliðuð eftir málaflokkum eru fræðslumálin fyrirferðarmest með 477 milljónir króna.
04 Fræðslu og uppeldismál
Fræðslumálin eru lang umfangsmesti málaflokkur sveitarfélagsins. Heildarútgjöld málaflokksins í áætlun hækka úr 437 m.kr. í 477 m.kr. en á móti koma tekjur af gjöldum í leikskóla og tónlistarskóla og heilsdagsskóla auk mötuneytis að fjárhæð 37 m.kr. þannig að rekstrarniðurstaða málaflokksins er 439 m.kr. sem fjármagna þarf með skatttekjum.
Grunnskólinn Rekstrarkostnaður Grunnskólans er 289 m.kr. í fjárhagsáætlun 2019. Þar af er launakostnaður 230 m.kr., en annar rekstrarkostnaður er 58 m.kr. Rekstrarkostnaður mötuneytisins í Grunnskólanum er 25 m.kr., en á móti koma innheimtar tekjur uppá 14 m.kr.
Leikskólinn Rekstrarkostnaður leikskólans að báðum deildum meðtöldum er 121 m.kr. þar af er launakostnaður leikskólans er 102 m.kr. skv. áætluninni, en annar rekstrarkostnaður er 18 m.kr. Á móti koma innheimtar tekjur sem eru u.þ.b. 18 m.kr.
Tónlistarskólinn Rekstrarkostnaður Tónlistarskólans er 30 m.kr. þar af er launakostnaður 27 m.kr., en annar rekstrarkostnaður 3 m.kr. Innheimtar tekjur eru 3 m.kr.