Bolungavík: 160 milljónir króna í framkvæmdir

Fjárhagsáætlun 2019 fyrir Bolungarvíkurkaupstað var samþykkt á þriðjudaginn.  Til framkvæmda á næsta ári  er varið 160 milljónir króna. Langstærsta framkvæmdin er viðbygging leikskólans Glaðheima. Á næsta ári er varið 75 milljónum króna í þá framkvæmd. Hlutur bæjarins í nýju stálþili og nýrri þekju við Brjótinn er 36,25 milljónir króna, en heildarkostnaður er 180 milljónir króna.

Framkvæmdayfirlitið:

 

Betri Bolungarvík Um er að ræða áframhald á verkefni sem íbúar geta komið með tillögur að og kosið verði um í rafrænni kosningu. Sett verður upp hugmynda og kosningavefur á heimasíðu bæjarins og geta íbúar kosið um þau verkefni sem þeir vilja að fái framgang.

Íþróttamiðstöðin Árbær Margvíslegar minni framkvæmdir verða framkvæmdar á árinu til að bæta ásýnd og þjónustu þess. Aðgengi fatlaðra bætist muna með hjólastólalyftu.

Grunnskólinn Inngangur nemenda verður endurbættur ásamt öðrum minni framkvæmdur. Jafnframt er gert ráð fyrir endurnýjun á tölvubúnaði.

Aðstaða fyrir eldri borgara í kjalla að Aðalstræti 20 Tekið verður í gagnið húsnæði í kjallara sem hingað til hefur staðið autt. Veruleg breyting til batnaðar verður á aðstöðu fyrir félagsstarf aldraða.