75% skatta renna til vegagerðar

Samkvæmt glæru sem Samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur gert opinbera hefur frá 61% – 75% af innheimtum sköttum á elsdneyti og akstur runnið til vegagerðar á árunum 2011 til 2018.

Lægst var hlutfallið 61% árið 2016 og hæst 75% á árinu 2014. Á þessu ári er hlutfallið 67%. Innheimtir skattar eru um 48 milljarðar króna á árinu og þar af renna um 32 milljarðar króna.

Glæruna er að finna í kynningu á samgönguáætlun 2019 – 2033 sem ber heitið stórt stökk í samgöngumálum.