Viljum gleyma þessu sem fyrst

Ylfa helgadóttir, matreiðslumeistari.

Klúbbur matreiðslumeistara sendi á dögunum frá sér tilkynningu þar sem Arnarlax var beoðinn afsökunar á ósanngjarnri gagnrýni þegar flestir  kokkarnir í kokkalandsliðinu drógu sig úr kokkalandsliðinu þar sem gerður hafði verið samningur við Arnarlax. Vildu kokkarnir með því mótmæla því að gerður var samningur við fyrirtæki sem framleiðir lax í sjókvíaeldi og „Slík­ir fram­leiðslu­hætt­ir eru ógn við villta lax- og sil­unga­stofna og hafa marg­vís­leg nei­kvæð um­hverf­isáhrif á líf­ríki Íslands“

Garðar Kári Garðarsson.

eins og sagði í yfirlýsingu kokkana frá byrjun september.

Nú segir hins vegar í yfirlýsingu klúbbs matreiðslumeistara að  „Eldislax er notaður alls staðar um allan heim og er fyrsta flokks vara og sem dæmi er sambærileg vara notuð á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í Luxemburg og víðar,“

Það voru alls 12 kokkar í kokkalandsliðinu sem undirrituðu bréfið. Efstur á blaði var Garðar Kári Garðarsson. Haft var samband við hann og hann inntur eftir afstöðu sinni nú. Hann sagði að þetta væri leiðinlegt mál og hann  væri ekki í kokkalandsliðinu. Hann vildi ekki frekar tjá sig um málið og vísaði á Ylfu Helgadóttur, sem færi með stjórnun kokkalandsliðsins. Hún sagði „við viljum gleyma þessu sem fyrst“ og neitaði að láta hafa nokkuð frekar eftir sér.

DEILA