Vestfirðir: leiguíbúðum fækkaði um 26% á 5 árum

Leiguíbúðum í eigu sveitarfélaga á vestfjörðum fækkað um 26% á fimm ára tímabili, frá 2012 til 2017. Þetta kemur fram í skýrslu frá varasjóði húsnæðismála sem nýkomin er út. Sjóðurinn aflar upplýsingar frá sveitarfélögum landsins um leiguíbúðir í eigu þeirra.

Í lok árs 2017 voru 5.124 íbúðir í eigu sveitarfélaga landsins og hefur þeim fjölgað um 250 frá 2012. Fjölgunin varð mest í Reykjavík 13,6%, og í Kraganum 10%. Á landsbyggðinn fækkaði íbúðunum alls staðar nema á Norðurlandi eystra en þar var 5% fjölgun íbúða. Samtals fjölgaði íbúðunum um 398 á þessum þremur landssvæðum , en fækkaði um 148 íbúðir í öðrum landshlutum. Mest varð fækkunin á Vestfjörðum á þessu fimm ára tímabili bæði varðandi fjölda og hlutfall. Fækkunin nam 54 íbúðum eða 26%.

Könnunin nær til félagslegra leiguíbúða, leiguíbúða aldraðra, leiguíbúða fatlaðra og almennra leiguíbúða. Samtals voru 153 leiguíbúðir í eigu sveitarfélaga á Vestfjörðum í lok árs 2017. Þær sundurliðast þannig: 112 félagslegar leiguíbúðir, 24 leiguíbúðir aldraðra, 3 leiguíbúðir fatlaðra og 14 almennar leiguíbúðir.

Í svörum frá Ísafjarðarbæ kemur fram að helsti vandi sveitarfélagsins vegna reksturs leiguíbúða er að leigutekjur standa ekki undir rekstri, of miklar skuldirvegna íbúðanna og viðhaldskostnaður. Ísafjarðarbærog Súðavíkurhreppur telja leigumarkaðinn í jafnvægi en Vesturbyggð, Kaldrananneshreppur og Árneshreppur telja að skortur sé á félagslegu húsnæði. Athyglisvert er í ljósi svara Vesturbyggðar að félagslegum íbúðum í sveitarfélaginu fækkaði um 22 á árinu 2017.

Yfirlit: félagslegar íbúðir á Vestfjörðum í árslok 2017:

 

sveitarfélag leiguíbúðir leiguíbúðir breyting
2016 2017
Ísafjarðarbær 129 129 0
Bolungavík 0 0 0
Reykhólahreppur 11 11 0
Tálknafjörður 5 5 0
Súðavík 9 0 -9
Vesturbyggð 22 0 -22
Strandabyggð 8 8 0
Árneshreppur 0 0 0
Kaldrananeshr. 0 0 0
184 153 -31