Vegagerðin hefur sent frá sér yfirlit yfir stór verk sem unnin hafa verið undanfarinn áratug. Niðurstaðan er að kostnaðaráætlanir hafa staðist nokkuð vel. Að meðaltali hafa 23 verk á þessum tíma farið um 7% framúr kostnaðaráætlun.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að „frávikin í einstökum verkum Vegagerðarinnar eru allt frá 70% til 145% af kostnaðaráætlun. Á tímabilinu reyndust 7 verk undir áætlun og 16 verk yfir áætlun og flest verkin voru innan við 10% yfir áætlun. Þetta verður að teljast nokkuð góður árangur.“
Af þessum 23 verkum voru 5 á Vestfjörðum. Þau voru unnin frá 2007 – 2015. Samanlagður kostnaður við þau á verðlagi hvers árs var 15.734 milljónir króna en endanlegur kostnaður varð 15.847 milljónir króna. Mismunurinn er aðeins 11 milljónir krona eða 0,7%.
Meðfylgjandi er tafla yfir verkin á Vestfjörðum sem unnin er upp úr gögnum Vegagerðarinnar:
Vegur | Kostnaðaráætlun | Kostnaður | Hlutfall | Ár |
Eiði – Kjálkafjörður | 3.387 | 3.745 | 110,6 | 2012-15 |
Kjálkafjörður – Vatnsfjörður | 849 | 928 | 10,93 | 2009-11 |
Þröskuldar | 2.136 | 2.309 | 108,1 | 2007-10 |
Drangsnesvegur | 700 | 793 | 113,3 | 2008-13 |
Bolungavíkurgöng | 8.662 | 8.072 | 93,2 | 2008-10 |
15.734 | 15.847 | 100,7 |