Uppbyggingasamningur Stefnis og Ísafjarðarbæjar

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri og Svava Valgeirsdóttir formaður Stefnis.

Um síðustu mánaðamót var skrifað undir uppbyggingasamning fyrir árið 2018 milli íþróttafélagsins Stefnis á Suðureyri og Ísafjarðarbæjar. Það voru þau Svava Valgeirsdóttir formaður Stefnis og Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri sem tóku sér penna í hönd. Samningurin felur í sér að Stefnir mun koma upp útihreystisvæði við nýjan göngustíg sem Ísafjarðarbær lét gera í sumar.

Frá þessu er sagt á vef Héraðssambands Vestfirðinga. Tekið er undir hamingjuóskir HSV til  Súgfirðinga með útihreystisvæðið og vonum að fleiri slík svæði verði sett upp í öðrum byggðarkjörnum Ísafjarðarbæjar.

DEILA