Starfandi fjölgaði um 5.200 manns

Hlutfall starfandi á vinnumarkaði. Mynd: Hagstofan.

Nýjar töur Hagstofunnar sýna að fjöldi starfandi á Íslandi jókst um 5200 manns frá því í fyrra og voru þeir orðnir 198.700. Atvinnulausir í október voru 6.000 manns og því var vinnuaflið samtals 204.700. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun voru 1.015 milljónir króna greiddar í atvinnuleysisbætur í mánuðinum. Erlent vinnuafl var um 24 þúsund manns í loks síðasta árs sem var þá um 12,4% af vinnaflinu.

Atvinnuþátttaka er óvenjuhá á Íslandi miðað við önnur lönd. Rúmlega  47 þúsund manns voru utan vinnumarkaðar. Því má segja að 252 þúsund manns séu á vinnufærum aldri og þar af kjósa 204.700 að vinna eða 81,2%. Atvinnulausir eru aðeins 6.000 eða 2,9%.

Atvinnuleysi ungs fólks, 16 – 24 ára er um 6%, sem er tvöfalt almennt atvinnuleysi en mjög lágt miðað við mörg löng í Evrópu.

 

DEILA