Sögufélag Ísfirðinga: aðalfundur 2018

Ísafjörður. Eyrin á 19. öld.

Á næsta laugardag 24 nóvember verður haldinn aðalfundur Sögufélagsins á Hótel Ísafirði og hefst hann klukkan 15. Kaffiveitingar. Á síðasta aðalfundi var lögum félagsins breytt og ekki þarf lengur að senda bréflegt fundarboð og atkvæðaseðil.

Sögufélagið var stofnað árið 1953 og er tilgangur félagsins meðal annars að safna, varðveita og kynna hverskonar fróðleik um Ísafjarðarsýslu að fornu og nýju, um héraðið og kynna íbúa þess og gefa út rit um þetta efni, ásamt annarri útgáfustarfsemi. Formaður félagins er Guðfinna M. Hreiðarsdóttir.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.

Félagar eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar.

Stjórn Sögufélags Ísfirðinga

DEILA