Sjálfsbjörg: fullt út úr dyrum

Sjálfsbjörg í Bolungavík hélt á laugardaginn sitt árlega jólabingó. Það er heæsta fjáröflun félagsins. Fjöldi veglegra vinninga var í boði sem fyrirtæki á svæðinu höfðu gefið til fjáröflunarinnar. Húsfyllir varð í Félagsheimilinu og setið var í öllum krókum og kimum hússins. Líklega hafa um 150 manns verið á samkomunni. Kristján Karl Júlíusson stjórnaði bingóinu, en svo vill til að fyrsti formaður félagsins var afi hans Kristján Júlíusson. Sjálfsbjargarfélagið í Bolungarvík var stofnað árið 1959.

Frá jólabingói Sjlafsbjargar í Bolungavík. Myndir:Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA