R leiðin bætir ekki vegasamband við Reykhóla

Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.

Bergþór Ólason, alþingismaður og formaður umhverfis- og samgöngunefndar alþingis ritar grein á bb.is í dag og vekur þar athygli á því að megintilgangur vegaframkvæmdanna í Gufudalssveit er að bæta samgöngur við svæðin vestan Reykhóla og gera þar góðan malbikaðan veg. Bergþór segir í grein sinni að þessu takmarki hafi þegar verið náð varðandi þéttbýlið á Reykhólum. Orðrétt segir hann:

„Nú í vor varð sú undarlega þróun í málinu að það fór að hluta til að snúast um tengingu Reykhóla við umheiminn. Það var alveg nýtt, enda er til staðar vegur til Reykhóla, með bundnu slitlagi, sem ber bærilega þá umferð sem um hann fer.“

DEILA