Núpur BA sigldi upp í fjöru

Frá Patreksfjarðarhöfn í gærkvöldi.

Núpur BA frá Patreksfirði er enn fastur á strandstað skammt utan við höfnina á Patreksfirði. Tilraunum til þess að losa skipið af strandstað var hætt seint í gærkvöldi og verður beðið eftir flóði í fyrramálið. Samkvæmt heimildum bb.is verður reynt aftur um kl. hálfellefu.

Mikil umferð var við höfnina í gærkvöldi eins og nærri má geta og voru lögregluyfirvöld meðal annars á ferðinni.

Á vefnum marine tracker er hægt að sjá siglingaleið Núps BA sem var að leggja úr höfn.

DEILA