Niðrandi ummæli þingmanna til forsætisnefndar

Níu alþingismenn sendu í gær erindi til forsætisnefndar Alþingis vegna niðrandi ummæla sem nokkrir þingmenn við höfðu um aðra þingmenn í síðustu viku og voru tekin upp og hefur verið sagt frá í fjölmiðlum síðustu daga. Óskað er eftir því að siðanefnd taka málið fyrir og sendi niðurstöðu sína til forsætisnefndar Alþingis hið fyrsta.

Við undirrituð óskum eftir því að forsætisnefnd taki upp mál er varðar niðrandi ummæli og háttsemi þingmannahóps sem fjölmiðlar hafa verið að fjalla um síðastliðinn sólarhring.

Þess er óskað að forsætisnefnd vísi þessu erindi til siðanefndar þar sem ummælin og háttsemin stangast á við 5. og 7. reglur siðareglna þingmanna og óski eftir að siðanefnd fjalli um málið og skili forsætisnefnd niðurstöðum hið fyrsta.

Það þarf ekki að tíunda ástæðu erindis okkar frekar.

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir

Andrés Ingi Jónsson

Ágúst Ólafur Ágústsson

Hanna Katrín Friðriksson

Helga Vala Helgadóttir

Helgi Hrafn Gunnarsson

Jón Steindór Valdimarsson

Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Þorsteinn Víglundsson

 

DEILA