Misjafn gangur á vígstöðum Vestra

1. deildar lið karla í körfuknattleiksdeild Vestra fór heldur illa gegn Þór á Akureyri í gær en liðið tapaði með 71 stigi gegn 91. Það er þó ekki hægt að segja annað en að Hugi Hallgrímsson hafi átt góðan leik en hann skoraði 15 stig. Nemanja var sterkur í fráköstunum að venju með 19 fráköst og 13 stig. Annars voru André Huges með 20 stig og 9 fráköst, Nebojsa með 14 stig og 5 fráköst og Hilmir Hallgrímsson með 4 stig.

Flaggskipið eða B-lið karla fór ekki tómhent frá sínum útileik en þeir unnu á útivelli í tvíframlengdum leik gegn Grundfirðingum. Þá eru valkyrjurnar í Móðurskipinu að koma sterkar til leiks, þær eru að spila í sínu fyrsta verkefni sem er fjölliðamót 2. deildar og í gær unnu þær annan af tveimur leikjum sínum. Liðið spilaði mjög vel í báðum leikjum þrátt fyrir að hafa tapað á móti Stjörnunni en þær unnu lið Sindra. Næsta mót sem þær taka þátt í er í lok janúar og það verður gaman að sjá hvernig valkyrjunum í Móðurskipinu mun ganga þar.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA