Lionsklúbbur Ísafjarðar býður íbúum Ísafjarðar og nágrennis i ókeypis blóðsykurmælingu i tilefni alþjóðar dags sykursýkis ,með dyggum og fallegum stuðningi Hjúkrunar og Sjúkraliðafélags Vestfjarða.
Verður mælingin i anddyri Nettós og Bónus dagana 15. og 16. nóv nk á milli kl 16-18.
Þetta heilsufars verkefni er alþjóða verkefni Lionsklúbba. Sykursýki er dulinn sjúkdómur sem fólk gengu lengi með án þess að vita , og hefur slæm áhrif á heilsuna. Þess vegna hvetjum við fólk til að taka þátt i þessu verkefni og verða meðvitað um heilsuna.
Lionsklúbbur Ísafjarðar hefur tekið þátt i þessu verkefni frá upphafi og getum við verið stolt af mætingunni, þvi að við er með bestu mætinguna á landsvísu og við viljum halda þvi og gera betur.
Allir velkomnir.
Lionsklúbburinn hefur styrkt og byggt upp ótal verkefni frá stofnun klúbbsins en hann varð 60. ára i fyrra, og er einn elsti starfandi klúbbur á landsbyggðinni og verið ötull i fjáröflun til styrktar i heimabyggð og nú hafa félagar verið öflugir i skötuvinnslu en skötusalan fyrir jólin er aðal fjáröflun klúbbsins síðustu ár.