Hringormanefnd: var sjófuglinn ástæðan?

Níels Ársælsson, skipstjóri Tálknafirði.

Hringormanefnd er komin aftur inn í kastljóið eftir fréttir um bágborið ástand landselsins og tillögu um að setja stofninn á válista.

Á sínum tíma þegar Hringormanefnd sjávarútvegsfyrirtækjanna var sett á fót og fékk stuðning stjórnvalda við útrýmingarátak á landselnum komu fram gangrýnisraddir. Landvernd fékk 1982 þrjá líffræðinga til þess að gera skýrslu um átakið. Var líffræðingunum Sigrúnu Helgadóttur, Ævari Petersen og Stefáni Bergmann, einnig ætlað að leggja mat á röksemdir nefndarinnar fyrir fækkun í selastofnunum við landið.

Líffræðingarnir gagnrýndu störf Hringormanefndar á ýmsa vegu. Í blaðinu NT frá 21. nóvember 1985 er skýrt frá efnisatriðum skýrslunnar.

Líffræðingarnir draga í efa að fyrirliggjandi þekking sé nægileg til að ákveða hvort selum skuli fækkað og að fækkunaraðgerðir á sel beri raunhæfan og tilætlaðan árangur. Samband sela og hringorma sé afar flókin og ýmsir aðrir vistfræðilegir þættir gætu átt hér hlut að máli.Í skýrslunni telja þremenningarnir að aðgerðir Hringormanefndar missi marks og telja að ólíklegt sé að aukin hringormatíðni í þorski stafi af aukningu í selastofninum þar sem tiltölulega lítill fjöldi sela geti varla staðið undir þeirri hringormatíðni sem var í fiski við landið.

Kannski aðrir hýslar

Mögulegt er að hringormar noti aðra lokahýsla en nú eru þekktir „auk þess sem auknar selveiðar gætu haft það í för með sér að selaormur minnkaði í fiski en þess í stað mundi síldarormur magnast upp en hann notar hvali sem lokahýsil. Þeir telja að nær væri að beina fjármagni til aukinna sela- og hringormarannsókna, svo og til þess að bæta tækni við hringormatínslu. „Nú á tímum eru gerðar kröfur um vistfræðilegar rannsóknir áður en ákvarðanir á borð við þær sem Hringormanefnd hefur tekið eru framkvæmdar,“ segir skýrsluhöfundar og vilja meina að með aðför að selnum sé verið að hengja bakara fyrir smið“ segir í frásögn NT.

Sjófuglinn?

Skipstjórinn Níels Ársælsson setti fram á þessum tíma þá kenningu að sjófuglar gætu verið milli- eða lokahýsill og er á svipuðum slóðum og líffræðingarnir þrír. Þar bendir Níels einkum á múkkann.

„ Allt frá því að hætt var að hirða lifur um borð í skipunum hefur múkkanum verið að fjölga og  ég hef gert svolítið af því að kryfja þessa fugla og fundið mikið af hringorm í maga þeirra. Að mínu áliti þyrfti að gera gangskör að því að rannsaka hvort hugsanlegt væri að sjófugl væri einhvers konar hlekkur í þessari keðju.Það er Ijóst að fugli hefur fjölgað stórkostlega ogeéf hann á hér hlut að máli þá er fjöldinn þvílíkur að enginn þyrfti að vera hissa á aukningu hringorms í fiskvöðva. Með því að hirða lifurog slóg væri auðvelt að halda fuglinum í skefjum“ segir Níels í viðtali við NT frá 1985.

Það er svo spurningin hvort þessi sjónarmið sett fram fyrir 33 árum hafi reynst á traustum rökum reist. Níels Ársælsson segist í viðtali við bb.is ekki í nokkrum vafa um það hvað hann áhrærir.

 

DEILA