Fóru á körfuboltamót í Keflavík

Kátir Vestramenn með Gulla þjálfara sínum. Mynd: Þóranna Þórarinsdóttir.

Það var orkumikill og kátur hópur drengja úr minniboltadeild eldri hjá Vestra sem hélt suður á bóginn um síðustu helgi til að keppa á körfuboltamóti í Keflavík. Drengirnir eru í 5. og b. bekk og spiluðu í tveimur liðum, Vestra a og Vestra b. Það gekk upp og ofan að koma boltanum ofan í körfuna þessa helgi enda felst kannski mesta æfingin í því að vera með og taka þátt í móti. Vestri a tapaði örlítið í leikjum nema einum þegar þeir unnu b lið Hauka með 24 stigum gegn 16. Vestri b aftur á móti vann þrjá af sínum fjóru leikjum. Allir drengirnir stóðu sig frábærlega og eiga þau Guðmundur G. Hrafnsson, Þóranna Þórarinsdóttir og Gunnlaugur Gunnlaugsson þjálfari þakkir skildar fyrir að fara suður með þessum hressu ungu mönnum.

Sæbjörg
sfg@bb.is

DEILA