Á þingi ASÍ sem lauk í síðustu viku var mörkuð stefna ASÍ í ýmsum málaflokkum til næstu tveggja ára.
Umræða um jafnvægi atvinnuþátttöku og einkalífs var t.d. áberandi og var mörkuð stefna í málaflokknum þar sem m.a. var lögð áhersla á að ASÍ beiti sér fyrir því að:
• að vinnuskylda og skilgreining á vinnutíma sé þannig að skýr mörk séu á milli atvinnuþátttöku og einkalífs.
• að skipulag skólastarfs og réttindi á vinnumarkaði mæti betur þörfum foreldra leik- og grunnskólabarna.
• að reglur um rétt foreldra til launaðra fjarvista vegna veikinda barna verði endurskoðaðar og þessi réttur útvíkkaður þannig að hann nái til umönnunar allra fjölskyldumeðlima.
• viðurkenndur verði réttur launafólks til að sækja sér menntun í vinnutíma án skerðingar á launum.
• gera rammasamkomulag við atvinnurekendur og stjórnvöld um sveigjanleg starfslok.