ASÍ: sver af sér Sjómannafélag Íslands

Heiðveig María Einarsdóttir.

Mikla athygli hefur vakið sá einstæði atburður að félagsmanninum Heiðveigu Maríu Einarsdóttur  var vikið úr Sjómannafélagi Íslands. Slíkt hefur alltaf verið fátítt og síðustu 50 árin eru afar fá dæmi um slíkt. Það sem gerir brottreksturinn enn umdeildari er að væntanlegum formannsframbjóðanda í Félaginu var vikið úr því af þeim sem framboðinu er stefnt gegn.

Lögfræðingur Heiðveigar Maríu segir í viðtali við mbl.is að brottreksturinn sé kolólöglegur og að málið fari fyrir Félagsdóm.

Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Drífa Snædal Íslands hefur opinberlega gagnrýnt brottreksturinn harðlega og í gær var birt sérstök tilkynning á vef ASÍ um málið svohljóðandi:

Að gefnu tilefni skal áréttað

Vegna algengs misskilnings sem við hjá ASÍ og Sjómannasambandi Íslands verðum vör við vegna málefna Sjómannafélags Íslands er rétt að árétta að Sjómannasamband Íslands er samband stéttarfélaga sjómanna víðs vegar um landið.

Sjómannafélag Íslands á ekki aðild að Sjómannasambandi Íslands né Alþýðusambandi Íslands og því eru málefni þess félags Sjómannasambandi Íslands og ASÍ óviðkomandi.

DEILA