100 ára Sjálfstæðisdagur Póllands/ 100 lecie Polski

Sunnudaginn 11 nóvember býður Pólenía, samfélag Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum, öllum til hátíðarhalda í Félagsheimilinu á Patreksfirði. Tilefnið er þá verða liðin 100 ár frá því að Pólland fékk sjálfstæði.

100-lecie odzyskania przez Polskę niepodległosci. Polonia zaprasza na uroczystosć 11 listopada o godzinie 15:00 w Domu Kultury Félagsheimili Patreksfjarðar. Przedstawimy częsć artystyczną i przybliżymy historię Polski. Będzie również poczęstunek: kawa, herbata, ciasto, polska kiełbasa. Serdecznie wszystkich zapraszamy do uczcznia pamięci naszych rodaków.

Wioletta Kożuch er formaður Póleníu og sonur hennar Mateusz fræddi blaðamann örlítið um sögu Póllands: „Þann 11. nóvember 1918 fenguð við aftur fullveldi, eftir 123 ár þar sem við vorum í rauninni ekki til. Pólverjar voru út um allt, til dæmis í Frakklandi og víðar. Það voru gerðar nokkrar uppreisnir á þessum 123 árum en okkur tókst aldri að öðlast sjálfstæði fyrr en 1918. Þá voru það Rússland, Austurríki og Prússland sem deildu Póllandi með sér,“ sagði Mateusz.

„Við verðum í Félagsheimilinu á Patreksfirði á sunnudaginn og þar verða flutt baráttu- og þjóðernisljóð sem hafa verið þýdd úr pólsku. Svo verða sungin lög og farið stuttlega yfir sögu Póllands. Við munum einnig bjóða upp á pólskar veitingar og klukkan 20 verður myndin Katyn sýnd í Skjaldborg. Hún er eftir leikstjórann Andrzej Wajda og fjallar um fjöldamorðin í Póllandi eftir seinni heimsstyrjöld. Það er frítt inn á viðburðina og allir eru hjartanlega velkomnir.“

Fullveldishátíðin á sunnudag hefst klukkan 15. Þetta er ekki eina samkoman sem Pólenía hefur staðið fyrir en þau hafa verið til dæmis haldið jólaböll og verið með svokallaðan barnadag eins og haldinn er í Póllandi. Mateusz segir að þau mæðgin telji að það séu um 150-160 Pólverjar á sunnanverðum Vestfjörðum. Þeir eru vitaskuld mun fleiri í fjórðungnum og óskandi að fleiri myndu halda upp á þessi merku tímamót Póllands. Við hér óskum Pólverjum til hamingju með daginn 11. nóvember!

Sæbjörg
sfg@bb.is