Vill láglendisveg

Fyrir tveimur vikum gekk Ólafur Sæmundsson frá Patreksfirði á fund Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis og auðlindaráðherra. Að sögn Ólafs var tilgangur fundarins var fyrst og fremst að vekja athygli á þeim harða hnút sem sem er í málum er varðar bættar samgöngur á Vestfjarðarvegi no 60 um Gufudalssveit.
„Ég tjáði ráðherra hug minn í þeim málum og hverja ég teldi vera lausnina í þeim, ráðherra hlustaði á mín rök, en kom svo sem ekki með tillögu að neinni lausn enda ætlaðist ég alls ekki til þess, við ræddum málið fram og til baka og vorum samála um margt en ekki allt.
Ég sagði ráðherra það að ég hafi tekið eftir því að í nýju samgönguáætlunin sem lögð var fram í vikunni hafi verið lítil texti um Þjóðveg 60 sem væri eitthvað á þessa leið, hafist verði handa við gerð nýs vegar ef samkomulag náist um hvað leið skuli farin.“
Sagðist Ólafur Sæmundsson treysta því að Umhverfisráðherra og hans ráðuneyti myndi vinna að því með vegagerðinni að valin verði leið sem verði láglendisvegur og uppfylli allar helstu öryggiskröfur sem gerðar eru til nútíma samgangna.
„Að lokum færði ég ráðuneytinu mynd að gjöf sem frændi minn Halldór Baldursson teiknaði í júlí 2014, þessi mynd á að minna okkur á að þetta getur ekki verið svona lengur.“