Þingmenn í heimsókn

Þórdís Kolbrún, Haraldur Benediktsson, Gunnar Guakur og Bergþór Ólason.

Þessa dagana er kjördæmavika á Alþingi. Þingmenn Norðvesturkjördæmis voru á ferð á Ísafirði í gær og heimsóttu fyrirtæki og stofnanir. Til Vesturverks ehf komu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra, Haraldur Benediktsson og Bergþór Ólason, alþingismenn.

Birna Lárusdóttir, upplýsingarfulltrúi Vesturverks sagði samtali við bb.is að heimsóknin hafi verið góð og starfsmenn Vesturverks hafi átt gott samtal við gestina um helsta verkefni fyrirtækisins Hvalárvirkjun. „Einnig lýstum við yfir áhyggjum okkar af þróun leyfismála í sjókvíaeldinu og teljum að hún endurspegli vel þær ógöngur sem fyrirtæki og stór verkefni geta ratað í í laga- reglugerðafrumskóginum hér á landi. Við fórum með þeim yfir stöðuna á verkefninu okkar og gátum ekki annað merkt en að málflutningur okkar fengi góðan hljómgrunn. Það náðu ekki allir þingmenn NV að koma við hjá okkur í gær. Þeir skiptu liði til að hitta sem flesta.“

Birna sagði að aðrir þingmenn kjördæmisins hefðu boðað komu sína síðar og sagðist ekki heyra annað en að góð samstaða væri í þingmannahópnum um helstu baráttumál Vestfirðinga, eldið, orkuna og samgöngur.

Þórdís Kolbrún, Haraldur Benediktsson, Gunnar Gaukur og Bergþór Ólason.
DEILA