Núpsbræður söðla um – Edinborg bistró til sölu

Bærðurnir Sigurður Arnfjörð og Guðmundur H. Helgasynir hafa ákveðið að hætta í veitinga- og gistirekstrinum og róa á önnur mið. Þeir hafa þegar selt pizzastaðinn Mamma Nína Gunnari Þorsteinssyni og tekur hann við rekstrinum frá 1. nóvember. Áformað er að hafa pizzastaðinn opinn 7 daga vikunnar.

Sigurður sagði í samtali við bb.is að þeir bræður hafi sleitulaust í 11 ár unnið við sinn rekstur, fyrst á Núpi í 10 ár og svo á Edinborg á Ísafirði síðustu 7 ár og um tíma Félagsheimilið í Bolungavík. Nú sé komið að tímamótum. „Guðmundur á fjölskyldu fyrir sunnan“, segir Sigurður, „og vill vera meira með henni og ég fer heim í Þvergötuna og finn mér ný verkefni.“ Reksturinn á Edinborg bistró er til sölu og leigusamningur sem þeir bræður hafa við Edinborgarhúsið til 2024 er ennfremur til sölu eða leigu.

Ekki stendur til að loka Edinborgarstaðnum að sögn Sigurðar, heldur verður opið eins og verið hefur undanfarin ár.