Miðflokkurinn eins árs

Í gær var rétt ár síðan Miðflokkurinn var stofnaður. Í tilkynningu frá flokknum segir:

Við hjá Miðflokknum teljum rétt að benda á að 8. október er 1 ár frá stofnun Miðflokksins.  Stofnfundurinn var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni fyrir troðfullu húsi sunnudaginn 8. október 2017.

Stofnfélagar voru margir, frá öllu landinu, fjöldi þeirra fór fljótlega yfir 1000 manns og reglulega bætast fleiri í flokkinn, ýmist óflokksbundnir eða fólk úr öðrum flokkum.

DEILA