Mega-Ekspres í Blábankanum kl. 16

Í dag mun danski stuð dúettinn Mega-Ekspress vera með feikna hressa dagskrá í Blábankanum á Þingeyri. Klukkan 16:00 munu þau halda tónlistarvinnusmiðju fyrir fólk á öllum aldri en þar verður farið í alls konar spuna og hljóðsamsetningar. Strax í framhaldinu, klukkan 18:00, halda þau svo tradikómíska tónleika. Aðgangur er ókeypis og bæjarbúar og nærsveitungar eru hvattir til að fjölmenna.

Á Soundcloud síðu Mega-Ekspres má hlusta á hljóðdæmi.

Sæbjörg

sfg@bb.is