Bikarmót Kraft í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akranesi helgina 13-14.október.
Á laugardeginum var keppt í þríþraut (hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu). Helgi Pálsson keppti þar fyrir hönd Bolungarvíkur í -120 kg flokki og sigraði hann í sínum flokki með 202,5 kg í hnébeygju, 170 kg í bekkpressu og 230kg í réttstöðulyftu. Árangurinn í bekkpressu og réttstöðulyftun eru persónulegar bætingar hjá Helga, sem átti mjög góðan dag.
Á sunnudeginum fór svo fram Bikarmótið í klassískri bekkpressu. Þar átti Bolungarvík tvo fulltrúa , Helga Pálsson og Ríkharð Bjarna Snorrason. Þeir kepptu báðir í -120kg flokki og fór svo að Ríkharð sigraði í flokknum með 200 kg lyftu og Helgi varð
í öðru sæti með 165 kg.
Ríkharð varð einnig stigahæstur af öllum karlkeppendum og hlaut því stigabikarinn.