Jafnréttisþing Strandabyggðar haldið í dag

Hólmavík. Mynd: Jón Jónsson.

Í dag klukkan 13-15 fer fram Jafnréttisþing Strandabyggðar í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Þingið er samvinnuverkefni Félagsþjónustunnar og Grunnskólans á Hólmavík. Fyrirlesarar verða af báðum kynjum og ýmsum aldri en þau eru Jón Alfreðsson, Esther Valdimarsdóttir, Angantýr Ernir Guðmundsson, Egill Viktorsson og María Játvarðardóttir.

Kirkjukór Hólmavíkurkirkju var erlendis í síðustu viku og því var ekki hægt að halda þingið 24. október eins og til stóð. Svona viðburður er ekki haldinn þegar vantar stóran hluta þorpsbúa. Það skiptir ekki máli hvaða dagur er, það má alltaf halda jafnréttisþing. Sigríður Óladóttir sóknarprestur mun stjórna fjöldasöng, boðið verður upp á vöfflukaffi og allir eru velkomnir.

Sæbjörg

sfg@bb.is

DEILA